Glæsilegt orlofshús til sölu við Ólafsfjarðarvatn

Hólkot 12 er glæsilegt orlofshús sem stendur nærri Ólafsfjarðarvatni, skammt fyrir utan Ólafsfjörð. Húsið var sett á sölu í byrjun mánaðarins, en húsið er bæði hægt að nýta sem orlofshús og íbúðarhús. Húsið er með bílskúr og er alls 143,9 fermetrar og skiptist í forstofu, baðherbergi, þvottahús, tvö svefnherbergi, stofu og eldhús sem eru eitt rými og bílskúr, pallur er sunnan og vestan við húsið, stórfenglegt útsýni yfir Ólafsfjörð. Á öllum gólfum er náttúrusteinn nema í bílskúr, þar eru gráar flísar og eins er gólfhiti í öllum rýmum. Húsið er allt mjög vandað og byggt árið 2007. Óskað er eftir tilboði í húsið, en fasteignamat er 28.4 milljónir. Nánari upplýsingar má finna á mbl.is.

Ljósmyndir: Fasteignasala Akureyrar