Glæsilegt golfmót á Siglufirði á sunnudaginn

Fréttatilkynning frá Golfklúbbi Siglufjarðar:

Glæsilegt opið golfmót verður haldið á Hólsvelli hjá Golfklúbbi Siglufjarðar sunnudaginn 20. júlí. Keppt verður í karla- og kvennaflokki. Hámarksforgjöf karla er 24 og kvenna 28.

Glæsileg verðlaun, gjafabréf í boði BÁS vélaleiga og steypustöð. Verðlaun verða veitt fyrir 1. – 3. sæti í karla og kvennaflokki. Nándarverðlaun og lengsta drive.

Mótið byrjar kl. 10:00 og leikið verður samkvæmt rástímaskráningu. Fleiri rástímum verður bætt við ef núverandi rástímar fyllast.

Mótsgjald 2.000 kr. Endilega skráið ykkur í mótið á golf.is.  Einnig er hægt að skrá í mótið með tölvupósti á vefstjoriGKS@gmail.com eða í síma 660-1028.