Gjóðurinn hans Steingríms rataði á Íslandsbloggið

Myndir Steingríms Kristinssonar á Siglufirði rötuðu á sænska fréttasíðu sem heitir Islandsbloggen.com, en þar eru birtar ýmsar íslenskar fréttir á sænsku. Fyrirsögn fréttarinnar var: “Fiskgjuse på besök i Siglufjörður”, en þar er fjallað um hvernig áhugaljósmyndarinn Steingrímur beið eftir því að ná myndunum af Gjóðinum á Siglufirði.