Hækkun verður á gjaldskrá Tónskóla Fjallabyggðar fyrir veturinn 2012-2013. Gert er ráð fyrir 9% hækkun. Nemendafjöldi í tónskólanum er nú 147 talsins. Píanó, söng og gítarnám er vinsælast.

Gjaldskrá Tónskóla Fjallabyggðar 2012-2013

  • Heilt nám kr. 48.000 – fyrir veturinn.
  • Hálft nám kr. 33.000 – fyrir veturinn.
  • Hljómsveitir og hóptímar kr. 28.000 – fyrir veturinn.
  • Fullorðnir, heilt nám kr. 58.000 – fyrir veturinn.
  • Fullorðnir, hálft nám kr. 45.000 – fyrir veturinn.
  • Söngnám á framhaldsstigi kr. 71.000 – fyrir veturinn.
  • Hljóðfæraleiga kr. 7.000 – fyrir veturinn.

 Skólagjöldum er skipt á fjóra gjalddaga okt. – des. – feb. – apr. Fullorðnir greiða fullt gjald, afsláttur reiknast frá einu barni.

  • 1. barn greiðir 100%
  • 2. barn greiðir 80%
  • 3. barn greiðir 60%
  • 4. barn greiðir 40%