Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt tillögu skólastjóra Tónskóla Fjallabyggðar um 10% hækkun á gjaldskrá skólans. Skólagjöld við Tónskóla Fjallabyggðar hafa ekki hækkað síðastliðin fjögur ár og eru töluvert lægri en hjá nágrannasveitarfélögum.

Gjaldskrá fyrir veturinn 2015 – 2016:

Heilt nám kr. 52.800. – fyrir veturinn.
Hálft nám kr. 36.300. – fyrir veturinn.
Hljómsveitir og hóptímar kr. 30.800. – fyrir veturinn.

Fullorðnir, heilt nám kr. 63.800. – fyrir veturinn.
Fullorðnir, hálft nám kr. 49.500. – fyrir veturinn.
Söngnám á framhaldsstigi kr. 78.100. – fyrir veturinn.
Hljóðfæraleiga, kr. 10.000. – fyrir veturinn.