Byggðaráð Dalvíkurbyggðar hefur samþykkt að skólamáltíðir í grunnskólum Dalvíkurbyggðar verði gjaldfrjálsar frá og með næsta skólaári, haustinu 2024. Verð fyrir hverja skólamáltíð var áður 490 kr. sem foreldrar og forráðamenn greiddu, en Dalvíkurbyggð niðurgreiddi hverja máltíð einnig um 490 kr. Einng var afsláttur væru systkini í skóla. Þetta mun því muna mikið um þetta hjá foreldrum barna í Grunnskólum Dalvíkurbyggðar.
Málið var á dagkrá Byggðarráðs Dalvíkurbyggðar þann 18. júlí síðastliðinn.
Við nýafstaðin þinglok Alþingis var samþykkt frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem snýr einkum að gjaldfrjálsum skólamáltíðum í grunnskólum landsins. Lögin má rekja til sameiginlegrar yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 7. mars sl. sem hafði það að markmiði að greiða fyrir langtímakjarasamningum á vinnumarkaði.
