Gistinóttum fjölgaði í september á Norðurlandi

Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 8% á milli septembermánaða, 2017 og 2018. Alls voru 41.034 gistinætur á hótelum á Norðurlandi í september 2018, en voru 37.833 árið 2017. Frá október 2017 til september 2018 voru 308.671 gistinætur á Norðurlandi og jókst um 5% frá sama tímabili árið áður.