Gistinóttum fjölgaði á Norðurlandi í júní

Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 5% í júní á Norðurlandi, miðað við júní 2017. Alls voru 38.154 gistinætur á Norðurlandi í júní 2018.  Þetta kemur fram í gögnum frá Hagstofu Íslands.
Um 54% allra gistinátta á Íslandi í júní voru á höfuðborgarsvæðinu eða 221.300.

Um 90% gistinátta á hótelum voru skráðar á erlenda ferðamenn eða 369.100. Bandaríkjamenn voru með flestar gistinætur (131.200), síðan Þjóðverjar (43.900) og Bretar (31.300), en gistinætur Íslendinga voru 41.600.