Gistinóttum fækkaði um 54% á Norðurlandi í júní

Heildarfjöldi greiddra gistinátta í júní síðastliðnum dróst saman um 72% samanborið við júní 2019. Þar af fækkaði gistinóttum á hótelum um 79% og um 75% á gistiheimilum. Þá var 63% fækkun á öðrum tegundum gististaða (farfuglaheimilum, orlofshúsum, tjaldsvæðum o.s.frv.)

Á Norðurlandi var herbergja nýting hótela í júní 2020 aðeins 31,9% en var 63,5% í júní 2019.

Gistinætur á hótelum á Norðurlandi í júní 2020 voru aðeins 19.066 en voru  41.270 í júní 2019 og fækkaði því um 54% á milli ára miðað við sama mánuð. Frá júlí 2019 til júní 2020 voru gistinætur á Norðurlandi alls 259.684 og fækkaði um 22% miðað við sama tímabíl frá 2018-2019.

Þetta kemur fram í tölum Hagstofu Íslands.