Gistinóttum fækkaði um 11% á Norðurlandi í ágúst

Gistinóttum á hótelum á Norðurlandi fækkaði um 11% í ágúst 2017 miðað við sama mánuð árið 2016. Gistinætur á hótelum á Norðurlandi í ágúst 2017 voru alls 44.337, en í ágúst 2016 voru þær 49.964. Frá september 2016 til ágúst 2017 er hins vegar fjölgun gistinátta á Norðurlandi um 11%, eða alls 283.355, en frá sama tímabili frá 2015-2016 var fjöldinn 254.411.

Athygli skal vakin á því að hér er eingöngu átt við gistinætur á hótelum sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.  Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands.