Gistinóttum fækkaði á Norðurlandi í október

Gistinóttum á hótelum á Norðurlandi fækkaði í októbermánuði miðað við sama mánuð á árinu 2013. Fækkunin nemur um 7 %. Gistinætur í október á Norðurlandi árið 2013 voru 12.467, en í október 2014 voru þær 11.536. Sé miðað við allt árið, frá mánaðarmótunum okt/nóv árið 2012-13 til sömu mánaðarmóta í ár, þá er fjölgunin 3% á Norðurlandi. Fyrir árið 2012-2013 voru 162.140 gistinætur, en fyrir árið 2013-2014 voru 167.056 gistinætur.

Til samanburðar var mánaðarfjölgunin á Suðurlandi 40% og 28% milli ára.

Aðeins er inn í þessum tölum hótel sem eru starfrækt allt árið.

Talnaupplýsingar eru frá Hagstofunni.