Gistinóttum á Norðurlandi fjölgaði um 60% frá janúar fyrra árs

Gistinætur á hótelum á Norðurlandi voru alls 10.496 í janúar 2018, en voru 6.562 í janúar 2017, sem er fjölgun um 60%.  Á tímabilinu febrúar 2017 til janúar 2018 voru gistinætur á Norðurlandi alls 301.543, sem er 6% fjölgun á milli ára.  Herbergjanýting í janúar 2018 á öllu landinu var 57,0%.  Herbergjanýtingin í janúar 2018 var best á höfuðborgarsvæðinu, eða 74,8%. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofunni.