Á Ólafsfirði hefur opnað nýtt og spennandi gistihús.

Gistihús Jóa er nýtt gistihús í Ólafsfirði, tekið í notkun 17. júní 2012, með sex herbergjum. Öll herbergin eru á 2. hæð. Tvö baðherbergi eru á hæðinni og er annað þeirra með sturtu. Í öllum herbergjum er þráðlaust netsamband, frítt. Í hverju herbergi eru ný og góð rúm auk þess er fataskápur, náttborð og handlaug í öllum herbergjum. Þar sem bjart er allan sólarhringinn á Íslandi yfir sumartímann þá eru myrkvunargluggatjöld fyrri öllum gluggum.

Húsið var byggt sem pósthús á sínum tíma og ákváðu eigendurnir að tengja herbergin við þá tíma. Öll herbergin eru parketlögð og fyrir valinu urðu þrjár gerðir af parketi sem eiga að vísa til fyrri tíma og notkunar á húsinu. Á gólfi herbergis 201 er frímerkja-parket en önnur eru með parketi sem er eins og gamlar kassafjalir með ýmiskonar stimpum. Þessi gólfefni hafa vakið mikla athygli.

Á neðri hæð hússins er ný opnað kaffihús sem bíður uppá morgunverð fyrir gesti gistihússins.

Eigendur gistihússins eru þau hjónin Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Helgi Jóhannsson.

img_0308-112