Gistihús Jóa og Kaffi Klara í Ólafsfirði

Fréttamaður Héðinsfjarðar.is brá sér í viku frí í Fjallabyggð og ákvað að kíkja á hvað væri að frétta í Ólafsfirði. Ég kíkti á Alþingiskonuna Bjarkey Gunnarsdóttur í Ólafsfirði, en hún hefur verið að byggja upp spennandi kaffihús og gistihús í Ólafsfirði við Strandgötu 2.

Kaffi Klara er vel staðsett og notalegt kaffihús í miðbæ Ólafsfjarðar. Veitingar á vægu verði og skemmtilegt húsnæðið sem er fyrrum pósthús Ólafsfirðinga og var byggt árið 1960. Enn má sjá gamla símaklefa og innréttingar sem voru á árum áður í húsnæðinu. Einnig er þarna upplýsingamiðstöð ferðamanna og þar er frítt internet.

Á efri hæðinni er að finna Gistihús Jóa sem er líka allt nýuppgert og smekklega unnið. Fjölbreytt og rúmgóð herbergi á efri hæð hússins. Var sérstaklega hrifinn af fjölskylduherberginu sem var með koju fyrir börn/unglinga og hjónarúm fyrir fullorðna, barnarýmið var fyrir framan vegg og hjónaherbergið inn af því.

Eigendur af þessu glæsilega framtaki í Ólafsfirði eru hjónin Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Helgi Jóhannsson.