Gistiheimilið The Herring House til sölu á Siglufirði

Gistiheimilið The Herring House er nú auglýst til sölu en húsið er staðsett á Hlíðarvegi 1 á Siglufirði, beint fyrir ofan Siglufjarðarkirkju. Húsið hefur verið rekið sem gistiheimili undanfarin ár og einnig eru smáhýsi og heitur pottur á lóðinni, sem er gríðarlegastór eða um 2000 fm. Óskað er eftir tilboði í húsið, en fasteignamat er aðeins 21,9 milljónir. Húsið er byggt árið 1943 og er skráð 182,4 fm.

Á lóðinni er glæsilegt listaverk eftir listakonuna Aðalheiði S. Eysteinsdóttur sem fylgir eigninni.

Hægt er að kaupa eignina með húsgögnum og rekstri sem tengist The Herring house.

Nánari upplýsingar á fasteignavef mbl.is.

forsida-gallery1

herringhouse_cabin1

Room #2_b

forsida-gallery5