Gistiheimilið Gullsól í Grímsey 20 ára

Gistiheimilið Gullsól í Grímsey er 20 ára en árið 1998 ákváðu 10 konur í Grímsey að opna lítið gallerí til þess að ferðafólk gæti fengið sér kaffi þegar það kæmi til eyjunnar. Á þeim tíma var lítil sem engin þjónusta í boði fyrir ferðamenn og því margt búið að gerast á þessum 20 árum.  Nú eru tvö gistiheimili í eyjunni, veitingastaður, tjaldsvæði, skipulagðar ferðir af ýmsu tagi, strætó, fimm ferjuferðir á viku yfir sumartímann og þrjár yfir veturinn auk áætlunarflugs og útsýnisflugs til Grímseyjar.

Í Gullsól er rekið gistiheimili, minjagripa- og gjafavöruverslun, meðal annars með handverki heimafólks, og lítið kaffihús. Húsið hefur verið gert upp að innan sem utan.  Gisting fyrir eins manns herbergi kostar frá 7500 kr. og fyrir tvöfalt rúm kostar frá 13.000 kr. nóttin.

Í dag koma níu konur að rekstrinum í Gullsól með einum eða öðrum hætti.