Gildagurinn á Akureyri

Annar Gildagur vetrarins í Listagilinu á Akureyri verður laugardaginn 3. nóvember næstkomandi. Opnanir sýninga, vinnustofur, tilboð í verslunum, lifandi tónlist og margt fleira. Kaupvangsstræti/Listagilið verður lokað að hluta milli kl. 14:00-17:00

Dagskrá dagsins 

kl. 9 – 23 Gildagur 3. nóvember – Gil kaffihús
Gil kaffihús verður með tilboð á tertum og kaffidrykkjum, tesmakk og langan happy hour,16-21 þennan skemmtilega dag! DJ Kveldúlfur verður svo að spila kl.21- ekki láta ykkur vanta!

Kl. 8:30 – 15 Verslun opin – Flóra – verslun, vinnustofur, viðburðir
Til sölu og sýnis verk og vörur eftir nefnda jafnt sem ónefnda listamenn, hönnuði, heimaframleiðendur, bændur og aðra frumskapendur.

kl. 13 – 17 Gildagur í Sjoppunni 3.11 – Sjoppan vöruhús
Í tilefni Gildagsins í Listagilinu verður Jón í lit á sérstöku Gildagsverði. Einnig verða tilboð á völdum vörum, smakk á jólalakkrís frá Johan Bulow og blöðrur fyrir börnin á meðan birgðir endast. Gestir geta skráð sig í Gildagsleik Sjoppunnar. Dregið verður í lok dags og hlýtur einn heppinn viðskiptavinur lakkrísdagatal frá Lakrids.

kl. 14 – 17 Opin verslun á Gildeginum – Vörur eftir hönnuði hússins – Gilið vinnustofur
Grafíkverk, Textíl vörur, kort, furðudýr og fleira. Kíkið við í litlu verslunina okkar og gerið góð kaup.

kl. 14 – 17 Hauströkkur – Ragnar Hólm – Ragnar Hólm
(Sýningin stendur til og með 4. nóv)
Ragnar Hólm sýnir nýjar vatnslitamyndir og nokkur olíumálverk. Hann hélt fyrstu sýningu sína í Populus tremula vorið 2010 en síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Tónlistarmennirnir Pálmi Gunnarsson og Kristján Edelstein leika af fingrum fram við opnun á laugardag.

kl. 14 – 17 Flóamarkaður í RÖSK RÝMI! – Rösk
Flóamarkaður að hætti RÖSK! Spennandi allskonar til sölu!

kl. 14 – 17 Myndir-Sölusýning! – Thora Karlsdottir
Thora Karlsdottir myndlistamaður opnar sýninguna “Myndir-Sölusýning” í RÖSK RÝMI, forstofu gallerí.

kl. 14 – 17 Hand- og sjónverk – Björg EiríksdóttirMjólkurbúðin – Salur Myndlistarfélagsins (Sýningin stendur til og með 11. nóv)
Á sýningunni verða útsaumsverk og málverk sem unnin eru á þessu ári og því síðasta. Munstur, lagskipting og samskiptin við verkin í vinnuferlinu eru í fyrirrúmi. Munstrin eru unnin út frá teikningum, hekluðum dúkum og gróðri og eru þrykkt, saumuð út og máluð í mörgum lögum. Verkin fela í sér langan tíma.

kl. 14 – 18 Triin Kukk – Merry Melancholy – Kaktus
Myndlistasýningin MERRY MELANCHOLY eftir Triin Kukk.
(Opnun er 2. nóv kl. 20. Sýningin stendur til og með 4. nóv)

kl. 15 -17 Örn Ingi Gíslason: Lífið er LEIK-fimi / Life´s PLAY-fullness – Listasafnið á Akureyri / Akureyri Art Museum (Sýningin stendur til og með 27. janúar 2019)
Opnun yfirlitssýningar á verkum Arnar Inga Gíslasonar. Sýningin er í raun skipulagður gjörningur sem stendur yfir í 3 mánuði, þar sem nýir fletir á verkum listamannsins verða sýndir á hverjum degi. Gjörningnum lýkur með kynningu á bókinni Lífið er LEIK-fimi. Léttar veitingar á opnunardegi.