Hin árlega bæjarkeppni Golfklúbbs Fjallabyggðar (GFB) og Golfklúbbsins Hamars Dalvík (GHD) fór fram á Skeggjabrekkuvelli í Ólafsfirði í dag þriðjudaginn 29. ágúst.
Þátttaka í mótinu var frábær en 45 kylfingar mættu til leiks.
Fjallabyggð hafði betur að þessu sinni og unnu með 162 punktum gegn 135 punktum.