Gervigrasvöllur á Sauðárkróki

Byggðarráð Skagafjarðar hefur samþykkt að breyta framkvæmdaáætlun eignasjóðs 2016 þannig að 140 milljónir króna verði fluttar af framkvæmdum við sundlaug á Sauðárkróki yfir á nýtt verkefni, gervigrasvöll á íþróttasvæðinu á Sauðárkróki. Hönnun við breytingar á Sundlaug Sauðárkróks standa enn yfir og ekki verður mögulegt að hefja framkvæmdir við hana fyrr en á árinu 2017. Drög að hönnun að gervigrasvellinum liggja nú fyrir.