Gerðu leit í hjólhýsi og bifreið á Norðurlandi vestra

Tveir aðilar gista nú fangageymslur lögreglunnar á Norðurlandi vestra eftir að lögregla framkvæmdi leit í hjólhýsi og bifreið. Við leitina fannst talsvert magn ætlaðra fíkniefna. Lögreglan naut aðstoðar leitarhunds við aðgerðina. Við aðgerðina var táragasi beitt gegn lögreglumönnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi vestra.