Gengur frá Keflavík til Hofsóss
Sigvaldi Arnar Lárusson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum gengur nú frá Keflavík til Hofsóss. Hann safnar styrkjum fyrir göngunni og afhendir Umhyggju, félagi til stuðnings langveikum börnum. Hægt er að fylgjast með á Facebook undir nafninu Umhyggjugangan.
Um er að ræða 370 km göngu sem Sigvaldi tekur á 9 dögum en það jafngildir 9 maraþonum, einu á dag.
Dagleiðirnar eru eftirtaldar:
Föstudagur 5.júní KEFLAVÍK-MOSFELLSBÆR
Laugardagur 6. júní MOSFELLSBÆR-LAXÁRBAKKI
Sunnudagur 7. júní LAXÁRBAKKI-BORGARNES
Mánudagur 8. júní BORGARNES-BIFRÖST
Þriðjudagur 9. júní BIFRÖST-STAÐARSKÁLI
Miðvikudagur 10. júní STAÐARSKÁLI-HVAMMSTANGI
Fimmtudagur 11. júní HVAMMSTANGI-BLÖNDUÓS
Föstudagur 12. júní BLÖNDUÓS-SAUÐÁRKRÓKUR
Laugardagur 13. júní SAUÐÁRKRÓKUR-HOFSÓS
Styrktarnúmerin sem eru:
901-5010 fyrir 1000 kr.
901-5020 fyrir 2000 kr.
901-5030 fyrir 3000 kr.
Margt smátt gerir eitt STÓRT.