Flugvél sem flogið var frá Leeds í Englandi í morgun og átti að lenda á Akureyrarflugvelli, var snúið við og lent á Egilsstaðaflugvelli vegna veðurs. Vélin er frá Titan-Airways og er á vegum bresku ferðaskrifstofunnar Superbreak sem flýgur til Akureyrar í vetur. Vélin tekur eldsneyti á Egilsstöðum áður en þeir reyna aftur að lenda á Akureyri.

Vélin hringsólaði yfir hálendinu áður en tekin var ákvörðun að lenda á Egilsstaðaflugvelli. Ekki var gerð tilraun til að lenda á Akureyri.