Gatan við smábátahöfnina á Siglufirði verður einstefnugata

Bæjarstjórn Fjallabyggðar hefur samþykkt að gatan við smábátahöfnina á Siglufirði verði einstefnu vistgata í samræmi við tillögu fagnefnda. Við götuna stendur veitingastaðurinn Hannes Boy, Kaffi Rauðka og strandblakvöllurinn.
Að höfðu samráði við lögreglu er yfirhafnarverði á Siglufirði heimilt að loka götunni tímabundið. Lögð er áhersla á takmarkanir á umferð frá kl. 14.00 – 18.00 dag hvern, en þá er mikið álag á svæðinu m.a. vegna löndunar á sjávarafla.