Í dag kl. 18:00 verður Gangamót Hjólreiðafélags Akureyrar ræst á Siglufirði við Sigló hótel. Endamörkin verða í Hlíðarfjalli á Akureyri og keppendur fara í gegnum Akureyri á Hörgárbraut og Hlíðarbraut. Á leiðinni verða björgunarsveitir og sjálfboðaliðar að sinna brautargæslu við gatnamót og hringtorg og við biðjum vegfarendur um að sýna þeim tillitssemi og skilning. Þetta er gert til þess að tryggja öryggi keppenda og annarra vegfarenda.

Engum götum verður alveg lokað og allir munu komast leiðar sinnar þó það taki ef til vill örlítið lengri tíma, sem telst í mínútum. Sömuleiðis biðjum við vegfarendur nú, sem endranær, að sýna keppendum í mótinu tillitssemi og þolinmæði.

May be an image of stendur og road
Mynd: Slökkvilið Fjallabyggðar.