Gangamót Greifans
Gangamót Greifans er hluti af Hjólreiðahelgi Greifans. Fjögurra ganga mótið fer fram föstudaginn 27. júlí næstkomandi. Hjólað verður frá Hótel Sigló á Siglufirði og endað við skíðahótelið í Hlíðarfjalli á Akureyri. Hjólað verður gegnum Strákagöng, Héðinsfjarðargöng og Múlagöng. Yfir 30 hafa þegar skráð sig. Nánari upplýsingar um mótið og skráningu má finna á vef HRÍ.is
Elite Karlar taka hring um Svarfaðadal.
Almenningsflokkur og Junior Konur hjóla ekki upp í Skíðahótel heldur enda við svæði Bílaklúbbs Akureyrar á Hlíðarfjallsvegi.
Flokkar og ræsing:
18:00 – Elite Karlar + U23 102.8 km
18:02 – Junior Karlar 81.9 KM
18:04 – Elite Konur + U23 81.9 KM
18:06 – Junior Konur 78.3 KM
18:15 – Almenningsflokkur 78.3KM
Séu þáttakendur í hverjum flokk undir 5 verða þeir ræstir með næsta flokk á undan.
Armaband sem fylgir keppnisgögnum gildir í mat og drykk eftir keppni. Grillþjónusta Greifans grillar ljúffenga borgara frá Norðlenska og drykkir verða í boði frá í boði frá Coca Cola og Víking.
Að auki þá fæst 10% afsláttur af mat í veitingasal Greifans dagana 26.-30. júlí gegn framvísun armbandsins