Ganga frá Ólafsfirði til Dalvíkur

Ferðafélag Akureyrar býður upp á göngu laugardaginn 18. júní þar sem gengið verður frá Ólafsfirði upp  Kálfsárdal og niður Grímubrekkur og Upsadal til Dalvíkur. Leiðin eru um 14 km. og mesta hæð 930 m.

Brottför kl. 8:00 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23, Akureyri. Ekið að Kálfsá í Ólafsfirði.
Fararstjóri: Konráð Gunnarsson. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn.