Gamli malarvöllurinn á Siglufirði 70 ára

Gamli malarvöllurinn á Siglufirði er nú orðinn grasi gróinn. Þann 17. júní árið 1944 var Knattspyrnufélagi Siglufjarðar afhentur völlurinn sem stendur við Túngötu á Siglufirði. Völlurinn var í notkun allt til ársins 1988 sem keppnisvöllur og fyrir æfingar. Árið 1988 var tekinn í notkun nýr grasvöllur við Íþróttamiðstöðina að Hóli.

Síðustu ár hefur verið rætt um að gera þarna nýtt tjaldstæði og jafnvel íbúabyggð.

14937466033_7f57002130_z