Gamli malarvöllurinn á Siglufirði verður lagfærður

Frá Skipulags- og Umhverfisnefnd Fjallabyggðar:

Umhverfisfulltrúi Fjallabyggðar hefur óskað eftir leyfi til að laga og snyrta gamla malarvöllinn við Túngötu.  Á meðan ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um framtíðarnot fyrir svæðið þykir rétt að græða það upp og snyrta, framkvæmdin verður afturkræf þar sem ekki verða reyst varanleg mannvirki eða annað sem ekki verður fjarlægt með góðu móti.