Gamli grunnskólinn til sölu á Siglufirði

Gamli grunnskólinn er kominn í formlega sölu á Siglufirði en húsið stendur við Hlíðarveg en húsið er byggt árið 1955. Fasteignamatið á húsinu er tæplega 40 milljónir en brunabótamat er 265 milljónir.

Húsið er steinsteypt og er á þremur hæðum.  Hver hæð telur 511,7 m² að stærð og samtals er húsið allt 1.535,1 m².  Lóðin er 1.072,2 m² að stærð.

Kominn er tími á eitthvað viðhald á húsinu og er áhugasömum bent á að skoða húsið vandlega og kynna sér ástand þess vel og ítarlega.

Nánari upplýsingar á fasteignavef mbl.is

grunnskolinn

 

Mynd: Hvammur fasteignasala.