Gamli gagnfræðiskólinn á Siglufirði í söluferli

Bæjarráð Fjallabyggðar hefur tilkynnt að húsnæði gamla Gagnfræðiskólans við Hlíðarveg á Siglufirði sé í söluferli. Uppi voru hugmyndir um nýtingu hans hjá áhugafólki um gamla skólann og var sérstakur fundur haldinn í Alþýðuhúsinu á Siglufirði þann 6. nóvember síðastliðinn. Þessir áhugamenn óskuðu svo eftir nýtingu á húsnæðinu gegn vægu gjaldi, en af því verður ekki.

grunnskoli-siglufirdi-gamli

Mynd: Fjallaskolar.is