Gamli barnaskólinn verði íbúðir á Sauðárkróki

Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsti gamla barnaskólahúsið við Freyjugötu á Sauðárkróki til sölu í febrúarmánuði. Eitt tilboð barst í eignina sem er 910 fermetrar og byggt árið 1946. Tilboð barst frá Friðriki Jónsssyni ehf. fyrir hönd óstofnaðs dótturfélags. Kemur fram í tilboði að fyrirhugað sé að breyta skólahúsinu ásamt leikfimisal í 10 íbúðir. Byggðarráð Skagafjarðar hefur falið Sveitarstjóra að funda með tilboðsgjafa.

Brýnn húsnæðisvandi er í Sveitarfélaginu Skagafirði og kæmu 10 íbúðir sér eflaust vel fyrir þá sem leita nú að rétta húsnæðinu.

Þetta verkefni yrði ekki ósvipað því og gert var fyrir gamla gagnfræðiskólahúsið á Siglufirði, en þar voru gerðar 15 íbúðir og settar á sölu.

Mynd: skagafjordur.is