Gamla skólahúsið að Sólgörðum verður gistiheimili
Til stendur að breyta gamla skólahúsinu að Sólgörðum í Fljótum í gistiheimili, en það er félagið Í Fljótum ehf. sem stendur fyrir verkefninu. Skipulags- og byggingarnefnd Skagafjarðar hefur samþykkt breytta notkun byggingarinnar.