Gamla fréttin: Þegar skólanefndin auglýsti fullorðinsfræðslu

Tíðarandinn var annar árið 1985 þegar Skólanefnd Siglufjarðar vildi kanna áhuga íbúa á fullorðinsfræðslu með auglýsingu í bæjarblaðinu Siglfirðingi. Hérna var auðvitað átt við kvöldskóla í Grunnskóla Siglufjarðar þar sem boðið var upp nám í íslensku, ensku, dönsku, bókfærslu, vélritun, funda- og félagsstörf auk myndlistar. Orðalagið í dag væri líklega annað og myndu margir reka upp stór augu við þessa fyrirsögn.