Gamla fréttin: Magalending á Siglufjarðarflugvelli

Man einhver eftir þessu? Flugvél Íslandsflugs magalenti á Siglufjarðarfluvelli í júní árið 2004.

Flugvél af gerðinni Dornier í eigu Íslandsflugs brotlenti á Siglufjarðarflugvelli  í júní árið 2004 . Vélin var í æfingaflugi og voru flugmenn hennar að framkvæma lendingaræfingar á flugvellinum. Framkvæmd hafði verið ein snertilending en eftir aðra lendingu hafnaði flugvélin á flugbrautinni með hjólabúnaðinn uppi. Flugmennirnir voru einir um borð og sakaði þá ekki. Vélin var hífð um borð á pramma og þaðan í skip og send til Reykjavíkur.

Báðir hreyflar vélarinnar voru ónýtir þar sem þeir snertu flugbrautina í lendingunni.

dornier_siglo

 

 

 

 

 

Mynd: visir.is.