Íþróttamaður ársins á Siglufirði árið 1979 var Egill Rögnvaldsson en það var Kiwanisklúbburinn Skjöldur sem stóð í fyrsta skiptið fyrir slíku kjöri á Siglufirði, en er nú árlegur viðburður.
Egil Rögnvaldsson þekkja flestir Siglfirðingar, en hann hefur meðal annars verið bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri Valló á Siglufirði sem sér um rekstur skíðasvæðisins í Skarðsdal og er með leigumiðlun íbúða og fleira.
Í kosningabaráttu liðinna ára hefur Egill skrifað nokkrar skemmtilega greinar sem hægt er að lesa á netinu, en þetta efni er frá árinu 2010. Ferðaþjónusta í Fjallabyggð – Fjármál Fjallabyggðar – Nýir tímar