Tökur á bandarísku spennuþáttunum True Detective standa nú yfir á Dalvík og hefur miðbærinn tekið miklum breytingum, hluti bæjarins hefur verið klæddur í gervi lítils bæjar í Alaska-ríki í Bandaríkjunum. Í gamla fiskvinnsluhúsi Samherja á Dalvík eru skrifstofur framleiðenda þáttanna og þar er leikmunadeildin sömuleiðis til húsa.

Íbúar Dalvíkurbyggðar hafa verið ráðnir til að leika í þessari heimsfrægu þáttaröð. Nokkrir starfsmenn Samherja á Dalvík hafa ráðið sig til starfa, einn þeirra er Friðjón Árni Sigurvinsson.

Frá þessu er nánar greint á vef Samherja.is

Myndir: Samherji.is