Gamansagnaganga á Siglufirði

Í kvöld kl. 20.00, miðvikudag 31. maí, verður Gamansagnaganga á Siglufirði. Gengið verður um miðbæ Siglufjarðar og nálægar götur. Þórarinn Hannesson gamansagnaritari, mun leiða fólk um söguslóðir ýmissa þeirra sagna sem birtst hafa í ritunum 50 Gamansögur frá Siglufirði og láta nokkrar góðar sögur flakka.

Farið verður frá Ljóðasetrinu kl. 20.00 og endað þar um kl. 21.00. Þessi ganga er fólki að kostnaðarlausu og er liður í Hreyfiviku UMFÍ, sem nú stendur yfir.