Gamalt Siglufjarðarmálverk gefið Síldarminjasafninu

Hjónin Sigurður Ágústsson og Erla Björg Guðrúnardóttir hafa gefið Síldarminjasafninu á Siglufirði málverk frá Siglufjarðarhöfn eftir Kristján H. Magnússon. Gjöfin er frá móður Sigurðar, Rakel Olsen og fjölskyldu hennar. Rakel Olsen rak ásamt manni sínum Ágústi Sigurðssyni stærsta skelfiskframleiðslufyrirtæki landsins í Stykkishólmi um áratugi.

Höfundur málverksins, Kristján H. Magnússon, 1903-1937, var einn fárra Íslendinga sem nam málaralist í Bandaríkjunum. Þótt hann ætti talsverðri velgengni að fagna þar vestanhafs um skeið naut hann sín ekki á heimaslóðum þótt verk hans bæru vott um leikni og skólaða kunnáttu. Þetta kemur fram á vef Síldarminjasafnsins.

IMG_6739