Gallerí Ugla í Ólafsfirði

Gallerí Ugla er verslun í Ólafsfirði sem selur handverk úr Fjallabyggð. Að búðinni standa fimm aðilar sem skiptast á að taka vaktir í búðinni. Verslunin opnaði fyrir rúmum þremur árum og stendur við Aðalgötu 9 í Ólafsfirði.  Allt handverk í versluninni er úr Fjallabyggð, en verslunin er með nokkurskonar umboðssölu og selur fyrir handverksfólk gegn þóknun.

Í búðinni eru gjafavörur, skartgripir, fatnaður, málverk, baðvörur og margt fleira. Þarna má finna mjög flottar handprjónaðar peysur, fyrir fullorðna og börn og útskorin handverk úr viði. Mæli klárlega með því að íbúar og ferðamenn í Fjallabyggð líti þarna við, en verslunin er opin eftir hádegið á virkum dögum.