Gagnfræðiskólaíbúðirnar til sýnis og sölu á Siglufirði

Búið er að standsetja tvær sýningaríbúðir í gamla Gagnfræðiskólanum við Hlíðarveg á Siglufirði og hefst sala íbúða um páskana. Þessar tvær íbúðir verða til sýnis nú um páskana en alls verða 13 íbúðir boðar til sölu í húsinu og eru stærðir íbúðanna frá 65-130 fermetrar og flestar þeirra 3ja herbergja.  Húsið verður opið frá kl. 13:00 – 14:00 og svo milli kl. 17:00 til 18:00 á Skírdag, Föstudaginn langa, laugardag og Páskadag. Íbúðirnar sem verða til sýnis eru á 1. og 2. hæð hússins.

Á 2. hæðinni er fullbúin íbúð þar sem áður var samkomusalur hússins (þarna voru diskótekin í gamla daga og íþróttir stundaðar) Innréttingar eru frá Hyrnunni á Akureyri og eru úr reyktri Eik. Öll tæki frá AEG – eldavél – ofn – örbylgjuofn – innbyggður ísskápur og frystir ásamt innbyggðri uppþvottavél.  Lofthæð í íbúðinni er 3,7 metrar og því hefur hún fengið nafnið New York íbúðin
smile emoticon

Sýningaríbúð á 1. hæðinni er gamla kennarastofan en búið er að breyta henni í 3ja herbergja fullbúna íbúð með svölum. Allar innréttingar eru sérsmíðaðar hjá Hyrnunni á Akureyri. Eldhúsinnrétting er hvít sprautulökkuð með nýjum tækjum frá AEG – eldavél – ofn – örbylgjuofn – innbyggður ísskápur og frystir ásamt innbyggðri uppþvottavél. Lofthæð íbúða á 1. hæð hússins er 3 metrar.

944940_1676781085924898_5619857451926053959_n 1384231_1676782525924754_5058057633192661336_n 1914713_1676782575924749_810929182746441212_n 12074579_1676781125924894_4844594266357988441_n
Myndir: Þröstur Þórhallsson.