Gáfu rafmagnsþríhjól til kaupfélagsins í Hrísey
Síldarleitin sf. á Siglufirði afhenti í dag verslunarstjóranum Claudia Werdecker í Hríseyjarbúðinni rafmagnsþríhjól að gjöf. Valgeir T. Sigurðsson er eigandi Síldarleitarinnar, eða vinnuhjol.is, en hann flutti inn gám af fjölbreyttum rafmagnshjólum síðastliðið haust til Siglufjarðar. Hún Claudia segist mjög þakklát og það hafi nærri liðið yfir hana þegar henni var afhent hjólið fyrir Hríseyjarbúðina, og segist vera vissum að þetta muni létta þeim lífið í Hrísey á þessu umhverfisvæna farartæki.
Hjólið þarf ekki að skrá eða tryggja, og ekki þarf sérstakt ökupróf á vinnuhjólið. Hjólið er með drif á afturöxli og er með stálgrind og gengur fyrir 220 volta rafmagni.