Fjölskylda Matthíasar Ingimarssonar hefur gefið KF setubekk í minningu um Matta sem lést undir lok árs 2022. Bekkurinn er staðsettur við sjoppuna á Ólafsfjarðarvelli og er merktur með kveðjunni “tala saman”. Matthías var mikill Leifturs stuðningsmaður og síðar KF. Hann mætti á leiki þegar hann gat og studdi vel við liðið.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá KF.