Rótarýklúbbur Ólafsfjarðar hefur gefið Leikskólanum Leikhólum í Ólafsfirði veglega kerru þar sem sex börn geta setið í einu, en tvo börn sitja hlið við hlið í þremur röðum. Þetta einfaldar mikið þegar fara á með yngstu börnin í göngutúra í Ólafsfirði.
Verðmæti kerrunnar er ríflega 200.000 kr. og á eftir að koma að góðum notum á leikskólanum.
Til stóð að afhenda kerruna mun fyrr á árinu, en langur afhendingartími tafði ferlið.
Ótrúlega vel gert hjá Rótarýklúbbnum í Ólafsfirði.
Myndir með fréttinni koma frá Rótarýklúbb Ólafsfjarðar.