Gafl fauk af verksmiðjuhúsnæði á Siglufirði
Á Siglufirði í gærkvöldi fauk gafl af stóru verksmiðjuhúsnæði en gengið hefur á með hviðum í bænum. Lögreglan fór á staðinn ásamt björgunarsveit. Búið er að festa gaflinn niður. Hviðurnar í nótt og í morgun hafa verið að ná upp í 25-28 m/s.
Lögreglan á Norðurlandi eystra greindi fyrst frá þessu á vef sínum.