Rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á mannsláti á Ólafsfirði þann 3. október síðastliðinn er enn í fullum gangi. Einn aðili var í síðustu viku úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald sem átti að renna út seinni partinn í gær, mánudaginn 10. október.

Lögreglan fór í gær fram á framlengingu gæsluvarðhalds yfir þeim aðila og í gærkvöldi var hann úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald, allt til 7. nóvember næstkomandi.

Rannsókn lögreglu miðar vel en lögreglan getur ekki veitt frekari upplýsingar um framgang rannsóknarinnar að svo stöddu.