Gæran fær styrk frá Skagafirði

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Skagafjarðar hefur lýst yfir ánægju með að Tónlistarhátíðin Gæran skuli  vera haldin árlega á Sauðárkróki en viðburðir sem þessi skipta miklu fyrir menningarstarf í Skagafirði. Nefndin hefur samþykkt að styrkja hátíðina um kr. 300.000, en forsvarsmenn Tónlistarhátíðarinnar Gærunnar  höfðu óskað eftir fjárhagslegum styrk við hátíðina.

Hátíðinni lauk núna á laugardaginn síðastliðinn en fjöldi listamanna tók þátt frá fimmtudegi til laugardags.

13906754_1532095830141293_6527197250262682283_n