Fyrstu keppendur mættir á Landsmót á Hólum

Nú styttist í að Landsmót hestamanna 2016 hefjist á Hólum í Hjaltadal. Fyrstu keppendurnir eru þegar komnir á svæðið og farnir að sýna gæðingum sínum vellina, og land hefur verið numið á stöku hjólhýsalóð. Mótið hefst mánudaginn 27. júní kl. 9:00 með kynbótadómum á elstu hryssunum, og á forkeppni í B-flokki gæðinga.

Síðustu daga hafa mótshaldarar, iðnaðarmenn og sjálfboðaliðar unnið hörðum höndum að lokaundirbúningi svæðisins.

Mynd: Holar.is/Guðmundur B. Eyþórsson