Fyrstu íbúar Gaggans fluttir inn

Aðeins eru þrjár íbúðir eftir til sölu í gamla Gagnfræðaskólanum á Siglufirði við Hlíðarveg. Meðal nýrra íbúa eru starfsfólk Depla í Fljótum en þau hafa fengið afhentar tvær fullbúnar íbúðir í húsinu og verður búið í þeim allan ársins hring. Þá hafa báðar penthouse-íbúðirnar verið seldar til einkaaðila sem hyggst sameina þær í eina íbúð.  Einnig hafa einkaaðilar af höfuðborgarsvæðinu keypt íbúðir og þá eru nokkrar í langtímaleigu, meðal annars sem orlofsíbúðir fyrir Hjúkrunarfélag Íslands. Húsið er fjölbýlishús með lyftu og alls eru 13 íbúðir auk penthouse-íbúðar.

Eftirfarandi íbúðir í Gagganum eru til sölu:

  • 0001 – 65 m² verð kr. 15,5 millj.
  • 0002 – 95 m² verð kr. 24,5 millj.
  • 0103 – 69 m² verð kr. 23,0 millj.

Allar þessar íbúðir eru fullbúnar með parketi á gólfum. Ný eldhúsinnrétting og fataskápar frá HTH. Tæki öll ný í eldhúsi frá AEG;

Ísskápur – Ofn – Helluborð – uppþvottvél.  Nánari upplýsingar á www.gagginn.is