Fyrstu húsbílagestirnir komnir til Siglufjarðar

Á tjaldstæðinu við miðbæ Siglufjarðar eru nú nokkrir húsbílar. Fyrstu útilegu gestirnir eru því mættir í Fjallabyggð. Það er væntanlega ekki langt í að fyrstu tjaldgestirnir komi einnig á svæðið.  Grasflöturinn á tjaldsvæðinu í miðbænum hefur minnkað nokkuð með árunum, en núna er miðsvæðið ekki lengur grasflötur eins og fyrir nokkrum árum síðan. Á innra tjaldsvæðinu á Siglufirði er einnig gott pláss og svo við Íþróttamiðstöðina í Ólafsfirði.

Samkvæmt deiliskipulagi í Fjallabyggð þá er gert ráð fyrir nýju tjaldsvæði á Siglufirði á Leirutanga, en þar verður gert útivistar- og tjaldsvæði, griðland fugla, athafnasvæði og þjónusta.

18492009182_9a07651154_z

9047878495_62cb73b072_z
Tjaldsvæðið við miðbæ Siglufjarðar