Í dag munu fyrstu farþegarnir koma í gegnum nýju viðbygginguna á Akureyrarflugvelli þegar Transavia og EasyJet koma til Akureyrar.
Í júlí lýkur áfanga tvö í stækkun flugstöðvarinnar þegar nýr innritunarsalur verður tekinn í notkun en þá mun allt millilandaflug fara í gegnum viðbygginguna.
EasyJet flugvélin á að lenda um 10:30 en hún kemur frá London. Transavia vélin lenti rétt fyrir kl. 8:00 í morgun en hún kom frá Amsterdam.